Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði um 2,25% í 5 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Sex önnur félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en næst mest hækkun var hjá Eimskip sem hækkaði um 1,48% í 959 þúsund króna viðskiptum. Þá hækkaði Sýn um 1,26% í 330 þúsund króna viðskiptum.

Iceland Seafood hækkaði um 1,17% í 83 milljóna króna viðskiptum en TM hækkaði um 0,7% í 19 milljóna króna viðskipturm.

Átta félög lækkuðu á markaði en Arion lækkaði mest eða um 2,23% í 117 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Eik en félagið lækkaði um 1,58% í 10 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,68% en heildarveltan á Aðalmarkaði hlutabréfaviðksipta í dag nam 1,2 milljörðum króna.