Verð á hlutabréfum í Icelandair hélt áfram að hækka í dag og nam hækkunin um 8,1% í 26 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlutabréfum í Sýn hækkaði næstmest og nam hækkunin um 3,37% í 30 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði VÍS um 2,71% í 213 milljóna króna viðskiptum.

Mesta lækkunin var hjá Högum og nam hún 1,8% í 118 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Marel um 1,11% í 497 milljóna króna viðskiptum.

Krónan hélt áfram að styrkjast gagnvart öllum helstu myntum í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins greip Seðlabankinn inn í gjaldeyrismarkaðinn.