Heildarviðskipti á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 1,9 milljörðum og úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15%.

Gengi bréfa flestra félaga lækkaði í viðskiptum dagsins, en gengi 13 félaga af 18 lækkaði.

Icelandair heldur áfram að hækka, en gengið hækkaði um 2,45% í 323 milljóna króna viðskiptum, sem var langtum mesta hækkun og næst mesta velta dagsins, en eins og svo oft áður tróndi Marel á toppi veltulistans með rúman  hálfan milljarð króna – sem skiluðu bréfum félagsins 0,51% hækkun.

Næstmest hækkun var á bréfum Heimavalla, 0,81% í 18 milljóna króna viðskiptum. Gengi Eimskips lækkaði mest allra í viðskiptum dagsins eða um 3,85% í 32 milljóna króna viðskiptum.