Icelandair hækkaði um heila tíund í Kauphöllinni í dag en tæplega 50 viðskipti voru skráð með bréfin fyrir samtals fyrir 350 milljónir króna. Félagið hefur ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í dag og því erfitt að sjá hvað liggur þessari miklu hækkun að baki.

Annars voru rauðar tölur meira áberandi í Kauphöllinni þar sem bréf þrettán félaga lækkuðu á með fjögur félög hækkuðu. Velta á markaði með hlutabréf nam 3,2 milljörðum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan 0,8% í dag.

Marel hækkaði um 1,1% í viðskiptum fyrir 466 milljónir króna. Síminn hækkaði um 0,8% í viðskiptum fyrir 235 milljónir króna. Þá voru áfram mikil viðskipti með bréf í Skeljungi sem hækkuðu um 0,4% í 23 viðskiptum fyrir 356 milljónir króna.

Eimskip lækkaði mest af þeim 13 félögum lækkuðu í dag eða um 2,7% í viðskiptum 156 milljónir króna. Eimskip hefur átt erfitt ár á hlutabréfamarkaði en markaðsverðmæti félagsins hefur minnkað um fjórðung það sem af er ári. Arion banki lækkaði um 2,5% í viðskiptum fyrir 171 milljónir króna. Þá lækkaði Kvika banki um 1,9% í viðskiptum fyrir 83 milljónir króna.

Velta á skuldabréfamarkaði var tæpir fimm milljarða króna. Engin bréf hækkuðu í verði en mest lækkaði ISLA24 eða um tæpt eitt prósent.