Icelandair hefur hætt sölu flugmiða til Dallas í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt The Dallas Morning News . Þar segir að ekki sé hægt að fá flug með íslenska félaginu lengur en til 6. mars næstkomandi. Bæði Icelandair og Wow air tilkynntu um flug til Dallas með stuttu millibili í september í fyrra.

American Airlines verður því eina flugfélagið sem mun fljúga á milli Keflavíkur og Dallas þar sem Wow hefur lokið sumarflugi sínu til borgarinnar en töluverð óvissa er með leiðakerfi Wow air fyirr næsta ár.