Heildarvelta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands nam rétt rúmum 4 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf tæplega 1,9 milljarðar og viðskipti með skuldabréf 2,1 milljarðar.

Einu félögin sem lækkuðu voru Sjóvá og Icelandair. Sjóvá lækkaði um aðeins 0,13% í 1,5 milljón króna viðskiptum.

Icelandair Group lækkaði aftur á móti um 3,15% í tæplega 252 milljón króna viðskiptum.

Mest hækkun var á gengi bréfa í N1 hf. en hækkunin nam 1,29% í 400 milljón króna viðskiptum.

Eimskipafélagtafélag Íslands hf. hækkaði svo um 1,13% í 186 milljón króna viðskiptum.