Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um 0,1% í viðskiptum dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi og stendur nú í 2635,04 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 5,7 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Eimskips hækkaði mest allra félaga um 1,74% en einnig var mest velta með bréf félagsins, um 930 milljónir króna. Þá hækkaði Sjóvá um 1,57% í um 180 milljóna króna viðskiptum og Eik um 1,09% í tæplega 530 milljóna króna viðskiptum.

Næst mest var velta með bréf Reita sem nam rétt rúmlega 700 milljónum króna og þá nam velta með bréf Símans rétt tæplega 700 milljónum króna.

Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði mest allra félaga í viðskiptum dagsins, um 3,37% og stendur nú í 1,58 krónu á hlut. Félagið lækkaði jafnframt töluvert í gær, um 4,68% en heildarlækkun vikunnar nemur 3,96%. Þá lækkaði gengi hlutabréfa Iceland Seafood um 1,33% í viðskiptum dagsins.