Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,33% í dag og hefur því lækkað um tæp 5 prósent frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 4,3 milljörðum í dag, þar af var veltan á hlutabréfamarkaði 475 milljónir króna og 3,3 milljarðar á skuldabréfamarkaði. Aðalavísitala skuldabréfa hækkaði um 0,22% í dag.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hélt áfram að lækka í dag og langmest velta var með bréf félagsins. Gengi hlutabréfa þess féll um 2,32% í 214,4 milljón króna viðskiptum. Næst mest féll hlutabréfaverð Skelungs en lítið var um viðskipti með bréf þess.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 4,3 milljarða króna viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 3,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 2,4 milljarða viðskiptum.  Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa stóð í stað í dag í 0,5 milljarða viðskiptum.