Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 4,62% í 2 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Tvö önnur félög á markaði lækkuðu einnig en það voru Arion banki og Origo. Verð á hlutabréfum í Origo lækkaði um 0,98% í 878 þúsund króna viðskiptum en Arion lækkaði um 0,15% í 2 milljón króna viðskiptum.

Verð á hlutabréfum í Símanum hækkaði mest í viðksiptum dagsins eða um 2,52% í 167 milljóna króna viðskiptum. Iceland Seafood hækkaði næst mest eða um 2,41% í 64 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,21% en veltan á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta í dag nam 803,6 milljónum króna.