Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um rétt rúmlega 5% í viðskiptum dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi í 59 milljóna króna veltu. Í kjölfarið stendur gengi bréfanna í 0,93 krónur á hlut, en í nýloknu útboði hlutafjárútboði félagsins nam útboðsgengið 1 krónu á hlut. Heildarvelta í viðskiptum dagsins nam 1,9 milljörðum króna en OMXI10 úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,49% og stendur í kjölfarið í 2.078,09 stigum.

Gengi hlutabréfa í útgerðinni Brim hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,18% í aðeins 21 þúsund króna veltu. Næstmest hækkaði gengi bréfa Haga, eða um 0,98% í 649 milljóna króna veltu.

Ekkert félag þurfti að sætta sig við jafn mikla lækkun og Icelandair, en bréf TM lækkuðu næstmest eða um 2,31% í 55 milljóna króna veltu.