Icelandair lækkaði um 10% í 41 milljóna króna viðskiptum í fyrstu viðskiptum dagsins.

Fyrirtækið birti uppjör annars ársfjórðungs í gær en í því kom fram að fyrirtækið hafi tapað 2,7 milljörðum króna, samanborið við milljarð króna hagnað árið áður, þrátt fyrir að heildartekjur hafi aukist um 9%.

Tekjurnar námu 42 milljörðum, samanborið við 38,6 á sama fjórðungi í fyrra. EBITDA félagsins féll um 64% frá þeim tæpu 4,3 milljörðum sem hún nam í fyrra, og var aðeins rúmur einn og hálfur milljarður.

Helstu ástæður versnandi afkomu eru sagðar þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun.

Icelandair gaf út afkomuviðvörun í byrjun júní en síðan þá hafa hlutabréf fyrirtækisins lækkað um tæplega 40%.