Icelandair mun loka síðustu erlendu söluskrifstofum sínum í vetur. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé liður í þeirri stefnubreytingu að færa sölu- og markaðsstarf félagsins til Íslands.

Guðmundur segir enn fremur að innkoma Norwegian og kanadíska flugfélagsins WestJet á markaðinn fyrir Norður-Atlantshafsflug hafi sett aukna pressu á verð. Í fréttinni kemur einnig fram að með því að bæta samhæfingu markaðs- og söludeilda og sérfræðinga í nettækni megi þar með efla sóknina á erlenda markaði.