Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um 7,2% það sem af er degi. Bréf félagsins standa nú í 1,29 krónum á hlut.

Haldist lækkunin út daginn verður það lægst dagslokagengi félagsins frá því í nóvember. Bréf félagsins hafa því lækkað nokkuð að undanförnu eftir að hafa farið hæst í 1,84 krónur á hlut þann 8. febrúar. Síðan þá hafa bréfin fallið um 30%.

Í morgun var greint frá því að 17 smit við kórónuveirunni hefðu greinst innanlands í gær og að ríkisstjórnin muni funda um nýjar sóttvarnartillögur Þórólfs Guðnasonar. Þá hafa stjórnvöld á Englandi boðað sektir fyrir þá sem ferðast erlendis að nauðsynjalausu út júní til að reyna að draga úr smitum á meðan bólusetning stendur yfir.