Á hluthafafundi Icelandair á föstudaginn vera kynntar aðgerðri til að styrkja efnahagsreikning Icelandair enn frekar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair . Ekki er útskýrt í tilkynningunni hvaða aðgerðir verði farið í til að styrkja efnahagsreikningi Icelandair. Áður hefur komið fram að lögð verði fram tillaga á fundinum um milljarða hlutafjáraukningu í Icelandair sem ljúka á fyrir áramót.

Í tilkynningunni segir að viðræður standi yfir skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að Icelandair stenst ekki lengur fjárhagslega skilmála skuldabréfa sem samtals eru upp á 214 milljónir dollara, um 27 milljarða króna.

Þá er jafnframt gert ráð fyrir að tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa verði lögð fram á fundinum. Eftir fundinn er svo gert ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna.

Icelandair greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að fyrirvarar vegna kaupa félagsins á Wow air yrðu ekki uppfylltir fyrir hluthafafund félagsins á föstudaginn þar sem taka á fyrir kaupin. Meðal fyrirvara voru niðurstaða áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins.