Rætt var um að kyrrsetja 737 Max flugflota Boeing innan Flugmálastjórar Bandaríkjanna, FAA, á síðasta ári að því er WSJ greinir frá.

Þá lét Boeing ekki vita af því að slökkt hefði verið á viðvörunarkerfi sem gaf til kynna að skynjarar í sem sögðu til um halla vélararnir væru bilaðir þegar Southwest flugfélagið tók 737 Max flugvélarnar í notkun árið 2017. Kerfið hafði verið staðalbúnaður í fyrri gerðum 737 flugvéla Boeing. Eftirlitsaðilar og forsvarsmenn Southwest vissu ekki af breytingunn fyrr en rúmu ári eftir að flugvélarnar voru teknar í notkun. Ekki hafa fengist skýringar á hvers vegna Boeing lét ekki vita af breytingunni.

Vegna málsins og flugslyss Lion Air í Indónesíu 28. október 2018, þar sem 737 Max flugvél Boeing hrapaði í hafið skömmu eftir flugtak og allir um borð létust, íhuguðu starfsmenn FAA, sem sem höfðu eftirlit með Southwest, hvort tilefni væri til að kyrrsetja allar Boeing 737 Max flugvélar. Umræðan komst þó víst aldrei á það stig að málið hafi náð til æðstu stjórnenda Boeing.

WSJ segir að um tylft uppljóstrara hafi stigið fram og greint eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum frá athugasemdum við framleiðsluferlið innan Boeing sem nú sé til rannsóknar. Boeing hefur verið gagnrýnt fyrir að setja framleiðsluhraða ofar öryggi og að FAA hafi ekki haft nægt eftirlit með flugvélaframleiðandanum.

Boeing hefur hætt endurkaupum hlutabréfa sem stendur og telur að það muni tapa að minnsta kosti milljarði dollara, um 120 milljörðum króna á kyrrsetningu 737 Max flugvélanna.