Hagvöxtur í heiminum verður 3,9% árið 2018 samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Gangi spáin eftir verður það mesti hagvöxtur síðan árið 2011.

Í umfjöllun The Wall Street Journal segir að samkvæmt spánni muni öll stærstu hagkerfi heimsins vaxa á árinu. Vaxandi hagvöxt má að mati AGS rekja til skriðþunga, jákvæðum væntingum á markaði, góðum skilyrðum á fjármálamörkuðum og þennsluhvetjandi áherslum í ríkisfjármálastefnu Bandaríkjanna.

Þannig sér AGS hagkerfi heimsins styrkjast þrátt fyrir lækkandi hlutabréfaverð á árinu og viðskiptadeilna milli Bandaríkjanna, Kína og annarra. Búist er við að milliríkjaviðskipti muni aukast meira á árinu en þau hafa gert á undanförnum árum.

Á árinu 2017 var hagvöxtur á heimsvísu 3,8% og hagvöxtur jókst í meira en tveimur þriðju af ríkjum heims.