Indverska flugfélagið IndiGo hyggst segja upp 10% af starfsfólki sínu til að stemma stigu við erfitt gengi félagsins í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Þetta kemur fram á vef BBC .

Í síðasta mánuði greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist skera niður um 553 milljónir Bandaríkjadala.

Í bréfi sem for­stjóri Indigo, Ronojoy Dutta, sendi á fjár­festa kem­ur fram að gera hafi þurft nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar. „Það er ómögu­legt fyr­ir fé­lagið að kom­ast í gegn­um þenn­an storm án þess að færa ein­hverj­ar fórn­ir. Ein­ung­is þannig mun­um við lifa af,“ seg­ir í bréf­inu.