Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 37,6 milljarða króna og inn fyrir 46,2 milljarða króna svo vöruviðskipti við útlönd voru því óhagstæð um 8,6 milljarða króna í mánuðinum, að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar .

Vöruviðskiptin í janúar árið 2016 voru hins vegar óhagstæð um 671 milljón króna á gengi hvors árs svo aukning viðskiptahallans milli ára er næstum því þrettánföld. Hann er 7,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma fyrir ári.

Útflutningur á sjávarafurðum dróst mikið saman milli áranna vegna verkfalls sjómanna en heildarútflutningurinn var 8,3 milljörðum lægri eða 18,1% lægri í ár en fyrir ári síðan.

Innflutningurinn á neysluvörum jókst einnig saman milli áranna, en hann jókst á flutningatækjum en heildarverðmæti innflutningsins var 338 milljónum króna lægra í janúarmánuði í ár heldur en í fyrra, sem er 0,7% lækkun milli ára.