Innnes ehf., sem að meginstefnu sérhæfir sig í heildsölu á matvöru til verslana og stóreldhúsa, hagnaðist um 222 milljónir króna á síðasta rekstarári og dróst hagnaðurinn saman um 95 milljónir milli ára.

Rekstrartekjur jukust um 1.137 milljónir, námu 10,4 milljörðum, en rekstrargjöld jukust að sama skapi um 1.278 milljónir. EBIDTA félagsins nam 556 milljónum króna og dróst saman um tæplega 141 milljón króna.

Eignir félagsins í lok árs námu tæplega 3,4 milljörðum en þar af féll rúmlega milljarður undir fastafjármuni. Skuldir námu samanlagt 1.619 milljónum króna en þar af er eitt 146 milljón króna langtímalán á gjalddaga á næsta ári. Óráðstafað eigið fé í árslok var 1.484 milljónir og handbært fé 175 milljónir.

Á árinu stefnir félagið á flutninga í nýtt framtíðarhúsnæði í Korngörðum. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn telja stjórnendur að reksturinn sé tryggur. Magnús Óli Ólafsson er framkvæmdastjóri Innness