Torsten Jeworrek, stjórnarmaður í þýska endurtryggingafyrirtækinu Munich Re, segir að fellibylurinn Irma verði „stór atburður“, bæði fyrir Flórídaríki og fyrir tryggingafélög. Stormurinn er nú á leið norður eftir Flórídaríki og skilur eftir sig slóð eyðileggingar.

Í frétt Reuters segir að Jeworrek og aðrir yfirmenn tryggingafélaga séu nú saman komin á árlegri ráðstefnu í Mónakó. Hann segir félagið ekki eiga mikið undir fjárhagslega í Flórídaríki, en ljóst að tjónið og hörmungarnar eru umfangsmiklar.

Um sex og hálf milljón manns hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins, sem hefur kostað að minnsta kosti fimm mannslíf.