Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur hefur verið lýst gjaldþrota. Skessuhorn greinir frá.

Félagið hafði leitað leiða til að fjármagna félagið á síðustu mánuðum, þar með talið frá Byggðastofnun. Þaðan fékkst vilyrði fyrir fjármögnun gegn skilyrðum en það dugði ekki til.

„Stjórn Ísfisks er svekkt yfir þessum málalokum og harmar þau í ljósi stöðu atvinnulífs og þess umhverfis rekstrar sem stjórnvöld hafs sett okkur í um áratuga skeið. Reynt var í nokkra mánuði að loka fjármögnun á félaginu en út af stóð að það gekk ekki að fjármagna fasteignina sem starfsemin flutti í fyrir nokkru. Leitað var til nokkurra aðila með það, en án árangurs,“ segir í tilkynningu frá stjórn Ísfisks.

Ísfiskur hafði verið í starfsemi í 39 ár. Lengst af var það til húsa í Kársnesi í Kópavogi en flutti á Akranes árið 2018. Þar störfuðu um 50 manns þegar mest var.