Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 500 milljónir norskra króna sem jafngildir 7,8 milljörðum íslenskra króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Skuldabréfið ber þriggja mánaða fjótandi Nibor vexti að viðbættu 260 punkta álagi. Þetta er fyrsta útgáfa bankans í norskum krónum og í tilkynningunni segir að með útgáfunni sé bankinn að bregðast við áhuga frá norskum fjárfestum.

Í tilkynningunni er haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra að með hverri erlendu útgáfu bankans hafi lánskjör batnað og bankinn því betur í stakk búin til að þjónusta viðskipavini sína sem þarfnist fjármögnunar í erlendum gjaldmiðlum.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans og verða bréfin skráð í írsku kauphöllina.