Íslandsbanki mun lækka vexti útlána þann 11. október, að því er fram kemur í frétt á vef bankans í dag.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,15 prósentustig. Bílalán og bílasamningar lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir lækka um 0-0,25 prósentustig.

Fram hefur komið í fjölmiðlum í vikunni að fleiri viðskiptabankar hyggist lækka vexti á næstunni.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands lækkuðu í síðustu viku um 0,25 prósentur.