Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í október. Þar með ætti 12 mánaða verðbólgutakturinn að fara úr 1,8% upp í 1,9%, gangi spáin eftir.

Verðbólguhorfur til meðallags tíma hafa lítið breyst frá síðustu spá bankans, þrátt fyrir að skammtímaverðbólga mælist nú meiri en áður vegna leiðréttingar Hagstofunnar á mistökum. Eftir sem áður er því spáð að verðbólga haldist undir 2,5% markmiði Seðlabankans út árið 2017.

Bankinn telur þó líklegt að verðbólga rjúki upp í kjölfarið og verði við allt við þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands á seinni hluta ársins 2018. Næstu mælingar Hagstofunnar eiga að birtast morguninn 27. október næstkomandi.