Nordic Enterprises Ltd, félag þeirra Bjarka Garðarssonar og Péturs Ólafssonar í Hong Kong, hefur tryggt sér fjármögnun sem nemur 125 milljónum króna að því er Fréttablaðið greinir frá. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í nóvember á síðasta ári framleiða þeir félagar og selja sérstök heyrnartól fyrir börn í yfir 60 löndum víða um heim undir vörumerkinu BuddyPhones.

Heyrnartólin, sem framleidd eru á meginlandi Kína, eru sérstaklega gerð til þess að valda ekki heyrnarskaða því hljóðstyrkurinn kemst ekki yfir skaðleg mörk. Á síðasta ári stefndi í að salan yrði fyrir um 600 milljónir króna, en nú segja þeir félagar að salan muni nema um 790 milljónum íslenskra króna.

Segir Center fyrirtækjaráðgjöf í tilkynningu að félagið hafi nú þegar selt yfir milljón eintaka, og að stefnt verði að því að sækja 5 milljóna Bandaríkjadala, eða sem samsvarar rúmlega 600 milljónum króna, til frekari tækniþróunar. Mun hún meðal annars beinast að því að hanna vörur fyrir ofvirk og einhver börn sérstaklega.