Gistinætur á hótelum á Íslandi eru áætlaðar um 80 þúsund í september síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands , sem er um 82% samdráttur frá 434.200 gistinóttum í september 2019.

Af gistóttunum nú voru Íslendingar að nýta 62 þúsund þeirra, en erlendir gestir nýttu 18 þúsund þeirra. Það gefur til kynna að gistinóttum Íslendinga hafi fjölgað um það bil 65% milli ára í mánuðinum, en gistinætur útlendinganna dregist saman um 95%.

Þar með er nýting á rúmum hótelanna um 15% samanborið við 61,3% í sama mánuði í fyrra. Tölurnar nú eru bráðabirgðatölur sem byggja á þeim 20% hótela sem hafa þegar skilað inn gögnum en Hagstofan segir þær gefa góða mynd af endanlegum tölum.