Eitt stærsta fyrirtæki heims þegar kemur að því að bjóða upp á markaðsvísitölur ýmis konar, MSCI, sem áður var hluti af Morgan Stanley fjárfestingarbankanum, eru að skoða aðkomu íslenskra hlutabréfa í vísitölur fyrirtækisins. Í næsta mánuði munu fulltrúar fyrirtækisins koma hingað til lands að því er Fréttablaðið segir frá og funda meðal annars með forsvarsmönnum Fossa markaða.

Fyrirtækið heldur til að mynda utan um MSCI heimsvísitöluna, en Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar býst við frekari tíðinum í júní komandi. Páll segir að haft hafi verið samband við bæði MSCI og vísitölufyrirtækið FTSE Russel þegar gjaldeyrishöftunum var aflétt fyrir ári síðan en síðarnefnda fyrirtækið gæti gert íslensk hlutabréf gjaldgeng á komandi hausti.

„Fulltrúar MSCI eru að viða að sér gögnum um markaðinn auk þess sem við höfum sent þeim fjölda gagna,“ segir Páll. „Við höfum reiknað með því að fyrsta skrefið felist í því að MSCI taki okkur á athugunarlista, líkt og FTSE gerði, án þess þó að við höfum fengið það staðfest. Það kemur í ljós í júní.“