Fyrirtækið ISS Ísland ehf. er nú í söluferli, ef marka má frétt sem birtist í DV í morgun. Fyrirtækið sem er það stærsta á ræstingarmarkaðnum. Fyrirtækið sem er með um 4 milljarða veltu á ári er í eigu alþjóðlegu samsteypunnar ISS sem er með höfuðstöðvar í Danmörku.

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku sér um sölumeðferðina á fyrirtækinu sem er það lang stærsta í ræstingum - en fyrirtækið hafði talsverða yfirburði á markaði ræstingarfyrirtækja þegar kemur að arðsemi rekstrar og fjárhagslegum styrk árið 2015.