Hlutabréfaverð ítalskra banka hefur hækkað það sem af er degi eftir að ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær um 17 milljarða evra björgunaraðgerð gagnvart tveimur bönkum í Veneto héraði. Intesa Sanpaolo bankinn sem mun kaupa „góðar" eignir bankanna tveggja hefur hækkað um 3,6% það sem af er degi.

Euro Stoxx bankavísitalan hefur einnig hækkað um 0,6% það sem af er degi og leiða ítalskir bankar þá hækkun. Unicredit bankinn hefur hækkað um 2,9%, BMP um 2,6%, BPER um 1,9%, UBI um 1,7% og Medio bankinn um 1,6%.

Þá hefur hefur skuldabréfaverð bankanna tveggja sem bjargað var í gær einnig hækkað í verði. Skuldabréfaverð Banca Popolare di Vicenza hefur hækkað um 20% og Veneto bankans um 17%.