Ívar Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi, sem rekur meðal annars  tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected og Name it.

Ívar hefur starfað hjá Kviku og forverum bankans síðastliðin 10 ár og áður hjá VÍS Holding og Exista á fjármálamarkaði.

Fyrir þann tíma var Ívar Markaðsstjóri Kringlunnar og  Markaðsstjóri Norvíkur. Ívar hefur einnig setið í nokkrum stjórnum og má þar nefna Rekstrarfélag Kringlunnar, Birtingahúsið og ÍMARK. Ívar er viðskiptafræðingur með BBA gráðu í markaðsfræðum frá JMU í Bandaríkjunum, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ívar mun taka við starfi framkvæmdastjóra í ágúst.