Einhverjir vel stæðir fyrirtækjaeigendur gætu verið að horfa fram á að þurfa að greiða jaðarskatta yfir 100% verði skattalagafrumvarp Repúblikana í Öldungadeildinni að lögum. Það þýðir að fyrir hverja 100 dollara í tekjur á tilteknu tekjubili gætu umræddir fyrirtækjaeigendur þurft að greiða meira en 100 dollara aukalega í skatta.

Öldungadeildin hefur samþykkt frumvarið en það er ekki samhljóða frumvarpi neðri deildarinnar og því er nú unnið að því að samræma frumvörpin til lokaafgreiðslu. Hugsanlegt er að samningar náist fyrir vikulok en unnið er að því að fjarlægja þennan annmarka úr lögunum.

Ástæðan að baki því að jaðarskattar gætu verið umfram 100% er talin vera samspil skattaafslátta sem ætlaðir eru neðri og millistéttum og fjara út eftir því sem tekjur hækka  og stighækkandi skattar á tekjur.

Tekið er dæmi af lögfræðingi í New Jersey fylki í Bandaríkjunum sem á þrjú börn og er með tekjur upp á 615.000 dali á ári, sem samsvarar tæplega 64 milljónum króna á ári. Ef tekjur þessa einstaklings myndu hækka um 100 dali þyrfti hann að greiða 105,45 dali í skatta til viðbótar.