Fjárfestingafélagið Tækifæri hf., sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi, hagnaðist um 51 milljón króna í fyrra samborið við 555 milljónir árið 2017. KEA svf. á langstærsta hlutinn í Tækifæri eða 72%. Stapi lífeyrissjóður á 15% og Íslensk verðbréf 9%.

Verðmætasta eign Tækifæris er 43,8% hlutur í Jarðböðunum við Mývatn. Er hluturinn metinn á 2,018 milljarða króna en samkvæmt því eru Jarðböðin metin á rétt ríflega 4,6 milljarða. Jón Steindór Árnason er framkvæmdastjóri Tækifæris hf.