Verð á járngrýti lækkaði sjötta daginn í röð í gær vegna vaxandi framboðs og áhyggja um minni eftirspurn Kínverja á næstunni. Bloomberg segir frá .

Framvirkt verð járngrýtis hefur fallið um fjórðung síðan í lok júlí, úr tæpum 120 dölum í undir 90. Tollastríð Bandaríkjanna og Kína er sagt ein af meginástæðunum, en greiningaraðilar segja ýmsa fleiri þætti koma til. Meðal annars hafi birgðastaða hækkað og hagnaður vinnslustöðva farið lækkandi.

Járn og stál-samtök Kína lýstu því yfir í vikunni að þau búist við áframhaldandi lækkunum samhliða fallandi eftirspurn á meginlandi Kína. Þá hafa hlutabréf námufyrirtækja einnig lækkað.