Josh Linkner, sem hefur stofnað og selt tæknifyrirtæki fyrir sem nemur 24 milljörðum króna, verður með fyrirlestur á morgunverðafundi Origo á morgun, þriðjudag um sköpunarkraft og frumkvöðlahugsun.

Ferill Linkner er allsérstæður en hann byrjaði sem jassgítaristi áður en hann gerðist frumkvöðull, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Hann hefur skrifað fjórar bækur, þar af hafa 2 þeirra dvalið á metsölulista New York Times. Hann hefur tvisvar verið nefndur frumkvöðull ársins af Ernst & Young og fengið viðurkenninguna Champion of Change, sem er kennd við Barack Obama.

Á morgunverðafundi Origo ætlar Linkner að fjalla um helstu leiðir til að fanga sköpunarkraftinn, hugrekki og hugmyndafræði sprotafyrirtækja. ,,Frumkvöðlar sjá heiminn öðrum augum en aðrir. Það er auðvelt að dást að áræðni þeirra og hugrekki. Hvernig þeir knýja áfram framþróun með byltingarkenndri nýsköpun sem gefur af sér gríðarlegan efnahagslegan ágóða auk þess að hafa djúpstæð samfélagsleg áhrif um alla veröld," segir Josh Linkner.

Skráning á viðburðinn er á heimasíðu Origo .