Forstjóri og stofnandi Amazon, Jeff Bezos, er sagður viljugur til að bera vitni í samkeppnisréttarmáli sem tekur á mögulegum brotum af hálfu stóru tæknirisanna. Frá þessu er greint á vef Reuters .

Amazon staðfesti þetta í bréfi sem lögfræðingur fyrirtækisins sendi meðlimum dómsmálanefnd fulltrúadeildar. „Þetta felur í sér að Jeff Bezos mun bera vitni við skýrslutökur ásamt öðrum forstjórum í sumar," stóð í bréfinu frá Robert Kelner, lögfræðingi.

FJögur stærstu tæknifyrirtækin Google, Apple, Amazon og Facebook eru til rannsóknar hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanna.

Kelner sagði einnig í bréfinu að Amazon myndi svara mörgum af þeim spurningum sem deildin hefur. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bezos muni bera vitni fyrir þinginu að sögn heimildarmanna Reuters.