Kjósa þurfti um nýjan ritara á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fór í dag, en fundurinn sem hófst í morgun klukkan 11 lýkur nú á fimmta tímanum með tilkynningu um nýjan ritara flokksins.

Tveir frambjóðendur voru um hituna, en kjósa þurfti um embættið eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi í síðustu viku, en samkvæmt skipulagsreglum flokksins gat hún ekki verið bæði ritari og ráðherra.

Jón Gunnarsson þingmaður flokksins í suðvesturkjördæmi og fyrrum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Bjartri framtíð og Viðreisn árið 2017, bar sigur af hólmi í atkvæðagreiðslunni en úrslitin voru kynnt rétt í þessu.

Hlaut hann 52,9% atkvæða gegn 45,88% atkvæða sem Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs Garðabæjar hlaut.