JPMorgan Chase & Co hefur fest kaup á skrifstofuhúsnæði í Dublin sem getur hýst um 1000 starfsmenn.

Hluti starfseminnar í London verður því fluttur til Írlands til þess að þjónusta evrópska viðskiptavini eftir að Bretland gengur út úr Evrópusambandinu.

Fasteignafélagið Kennedy Wilson tilkynnti kaupin með fréttatilkynningu. Umrædd bygging er um 12.000 fermetrar og er við Capital Dock.

Fréttirnar eru óneitanlega góðar fyrir Dublin sem keppir við Frankfurt og Paris um að fá til sín evrópska starfsemi sem áður fór í gegnum London.