Hlutafé Kynnisferða, stærsta rútufyrirtækis landsins, var aukið um 355 milljónir króna í janúar síðastliðnum með breytingu á víkjandi hluthafaláni. Fjárfestingafélagið Alfa lagði til 231 milljón og SF VII, sem er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA II, lagði til 124 milljónir.Samruni Kynnisferða og Eldeyjar, sem er fjárfestingafélag í ferðaþjónustu í stýringu hjá Íslandssjóðum, er til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Gert er ráð fyrir að Kynnisferðir muni eiga 65% í sameinuðu félagi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir félagið nú vera að undirbúa næsta sumar.

„Við munum leggja meiri áherslu á vörur sem eru bæði fyrir ferðamenn og Íslendinga,“ segir Björn og nefnir hálendisrútuferðir sem dæmi. Björn á von á að umsvifum rútuferða í sumar verði álíka og síðasta sumar en er bjartsýnni á næsta vetur. „Englendingar hafa verið duglegir að koma yfir vetrarmánuðina," segir Björn.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .