Kannaður verður möguleikinn á byggingu alþjóðaflugvallar á svæðinu milli Stokkseyrar og Selfoss í sveitarfélaginu Árborg á Suðurland. Bæjarráð hefur samþykkt að koma á fót starfshópi sem fær þetta verkefni að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Yfir 90% þeirra ferðamanna sem koma til landsins koma á þessar slóðir.

Nokkrir einstaklingar höfðu frumkvæði að málinu og bjóðast til að leiða verkefnið. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, eðlilegt að skoða hvort hugmyndin sé raunhæf.