Breskt hampframleiðslufyrirtæki hefur hafið markaðssetningu á lyfi fyrir hunda sem á að draga úr stressi gæludýra og draga úr sársauka frá gigt.

Fyrirtækið Love Hemp eru að selja hampolíu fyrir ketti og hunda eða svokallað Cannabinoid olíu. Hún er búin til úr hampi, eða marijúana, en hún inniheldur enga vímugjafa eins og aðrar vörur úr hampi.

Í tilefni flugeldasýninga

Fréttasíðan sem fjallar um málið vitnar í höfund bókarinnar Medical Marijúana and Your pet, Dr. Robert Silver, en hann segir að hampolía geti dregið úr stressi gæludýra í kringum flugeldasýningar og annað slíkt.

,,Verkjastillandi aðferðir eru mikilvægur þáttur og fyrir gæludýr með gigt, sára liði og kemur þeim til að geta hreyft sig á ný, sagði hann, en hann segir einnig að olían geti dregið úr kippum og öðru sem fylgir heilaæxlum.