Karen Kjartansdóttir hefur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar síðastliðin tvö og hálft ár, hefur sagt sig frá stöðunni og hætt í flokknum. Í yfirlýsingu sem hún birti á vettvangi Samfylkingarinnar á Facebook segir hún að hugmyndir hennar og formanns framkvæmdastjórnar, Kjartan Valgarðssonar sem var kjörin í lok síðasta árs, hafi verið of ólíkar.

„Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar.

Hún óskar þó Samfylkingarfólki til hamingju með öflugan framboðslista fyrir komandi kosningar og þakkar Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf.

Mikið hefur verið talað um fyrirkomulag flokksins vegna uppstillingar framboðslita fyrir komandi Alþingiskosningar. Í stað hefðbundinna prófkjara lagði Samfylkingin á fót uppstillingarnefnd sem stillir upp listanum í samræmi við skoðanakannanir sem flokkurinn framkvæmdi.