Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hitti Angelu Merkal kanslara Þýskalands í Berlín í dag. Fundur þeirra hófst klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Áður en fundur þeirra hófst héldu þær stuttan blaðamannafund.

Þá mun forsætisráðherra taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR. Á ráðstefnunni er m.a. fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs að því er kemur fram á vef Stjórnarráðsins.