Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2018-2020. Var Katrín Olga Jóhannesdóttir endurkjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands 2018-2020. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun var jafnframt samþykktur 40% lágmarkskynjakvóti fyrir hvort kyn um sig í stjórninni.

Af 35 manna stjórn sátu 19 áfram frá fyrri stjórn en 16 nýir setjast í stjórnina, þar af eru 9 konur.

Í stjórn Viðskiptaráðs 2018-2020 voru kjörin eftirfarandi (í stafrófsröð):

  • Andri Þór Guðmundsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Anna Björk Bjarnadóttir
  • Ari Fenger - áfram frá fyrri stjórn
  • Ágústa Johnson
  • Ármann Þorvaldsson
  • Baldvin Björn Haraldsson
  • Bergþóra Þorkelsdóttir
  • Birgir Sigurðsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Birna Einarsdóttir - áfram frá fyrri stjórn
  • Brynja Baldursdóttir
  • Eggert Þ. Kristófersson - áfram frá fyrri stjórn
  • Erna Gísladóttir
  • Finnur Oddsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Guðmundur J. Jónsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Guðmundur Þorbjörnsson
  • Gylfi Sigfússon - áfram frá fyrri stjórn
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir - áfram frá fyrri stjórn
  • Hrund Rudólfs - áfram frá fyrri stjórn
  • Höskuldur Ólafsson
  • Katrín Pétursdóttir - áfram frá fyrri stjórn
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir
  • Lilja Björk Einarsdóttir
  • Linda Jónsdóttir - áfram frá fyrri stjórn
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir - áfram frá fyrri stjórn
  • Magnús Þór Ásmundsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Pálmar Óli Magnússon
  • Ragna Árnadóttir
  • Salóme Guðmundsdóttir
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir - áfram frá fyrri stjórn
  • Sigurður Páll Hauksson
  • Sigurður Viðarsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Stefán Sigurðsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Sveinn Sölvason - áfram frá fyrri stjórn
  • Viðar Þorkelsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Vilhjálmur Vilhjálmsson - áfram frá fyrri stjórn
  • Ægir Már Þórisson

Kynjahlutföll nýkjörinnar stjórnar eru nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Er það langhæsta hlutfall kvenna í stjórn Viðskiptaráðs frá stofnun ráðsins fyrir rúmum hundrað árum síðan.