Fjárfestingarsjóðurinn Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA) hefur keypt r Magma Energy Sweden sem á 53,9% hlut í HS Orku fyrir 304,8 milljónir dollara, andvirði 37 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og framleiðir um 6% af allri innlendri orku.

Þar segir að MIRA, sem er með höfuðstöðvar í London sé stærsti fjárfestingarsjóður heims á sviði innviða. 100 milljón manns noti vegi, flugvelli, hafnir, hita- og orkuveitur, og aðra innviði í eigu félagsins á hverjum degi. Þá sé MIRA einnig umsvifamiklir fjárfestir í grænni orku og komi að fjárfestingum á því sviði þar sem uppsett afl sé alls 12,9 GW.

Aðrir hluthafar í HS Orku eru Jarðvarðmi slhf., sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða og þá á fjárestingasjóðurinn ORK 12,7% hlut. Kaupin eru gerð með skilyrði um að ákveðnum fyrirvörum verði aflétt, meðal annars að Jarðvarmi beiti ekki neitunarvaldi sínu í stjórn HS Orku gegn því að kaupin gangi í gegn. Gert er ráð fyrir að fyrirvörum verði aflétt á öðrum ársfjórðungi og kaupin gangi í gegn fljótlega eftir það.