Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákvörðunin um að hætta birtingu lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu . Samkvæmt stofnuninni hefur henni ekki borist erindi frá Kauphöllinni með beiðni um álit á málinu.

Einstaklingar sem eiga hluti í skráðum félögum eiga hlutina í langflestum tilvikum í gegnum einkahlutafélög en ákvörðunin um að birta ekki listann var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum.

Páll Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að oftast sé hægt að komast að því hver sé á bakvið lögaðilann en ákvörðunin um að birta ekki listann var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum.

Hann segir að ef vilji sé fyrir hendi að birta listann sé lang öruggast að gera það með því að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög.