Samtals námu lýstar kröfur í þrotabú Hansa ehf. 26,8 milljörðum króna en félagið hélt utan um eignarhlut Björgólfs Guðmundssonar í knattspyrnufélagið West Ham í Bretlandi. Greint er skiptalokum félagsins í Lögbirtingablaðinu en félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011.

Engar eignir voru í búinu.

Stærsti kröfu­haf­inn í búið var ALMC, sem var áður var Straum­ur-Burðarás. Aðrir kröfu­haf­ar voru Eign­ar­halds­fé­lagið Grett­ir, sem var fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Björgólfs, og Byr.

ALMC hafði áður leyst til sín eignarhlutinn í West Ham, en gengið var endalega frá sölu West Ham í apríl 2018.

Björgólfur Guðmundsson ásamt Eggert Magnússyni festi kaup á West Ham haustið 2006, en þeir slitu þó samstarfi sínu ári seinna og Björgólfur keypti 5% hlut Eggerts. Fjár­festing Björg­ólfs Guð­munds­sonar í West Ham árið 2006 nam sam­tals 117 milljónum punda. Hann varði 85 milljónum í kaup á 95 prósenta eignar­hlut og 22 milljónum í yfir­töku á skuldum fé­lagsins.

Þann 31. júlí 2009 var Björgólfur úrskurðaður gjaldþrota að eigin ósk en gjaldþrot hans er hið langstærsta í Íslandssögunni.