Hálfdán tekur fram að MS hafi ekki reynt að bregða fæti fyrir þá spurður hvort samkeppnisaðilar hafi nýtt yfirburðastöðu sína á markaðnum.

„Ekki nema í kælunum, MS-fólkið er náttúrulega alltaf á ferðinni, það er mjög öflugt í dreifingunni, alveg hrikalega öflug, alltaf á ferðinni, og þá er verið að ýta okkar vörum til hliðar og setja þeirra vörur fyrir framan, það er alveg hrikalegur barningur.“

Offramleiðsla á mjólk

Arna kaupir alla sína mjólk af bændum á norðanverðum Vestfjörðum í gegnum Mjólkursamsöluna sem keyrir beint með mjólkina af tankbílum til þeirra og er markmiðið að ná að fullnýta þær tvær milljónir mjólkurlítra sem framleidd eru á svæðinu í lok þessa árs.

„Nú veit ég að Mjólkursamsalan er í vandræðum út af offramleiðslu en bara fyrir tveimur árum voru þeir að hvetja bændur til að fjölga kúm og framleiða eins og þeir geta, þá vantaði svo mikið. En einhvers staðar hafa menn verið að misreikna sig því núna er framleiðslan allt of mikil. Það safnast bara upp duft- og smjörbirgðir, en það er ekki selt á neinum verðum, því alls staðar í Evrópu er ekki gott ástand í mjólkurframleiðslu, allir að væla og verðin eru lág,“ segir Hálfdán.

Hráefnið keypt frá keppinautnum

Það er óneitanlega skrýtin staða að þurfa að kaupa allt hráefnið frá helsta samkeppnisaðila sínum en hingað til hefur verðlagsnefnd ákveðið verðið en samkvæmt nýjum búvörusamningum sem liggur fyrir Alþingi að samþykkja verð¬ur hún lögð niður og ákvörðunarvaldið á verðinu fært til Mjólkursamsölunnar sjálfrar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .