Í ágústmánuði hækkaði launavísitalan um 0,2% frá fyrri mánuði, en síðastliðna tólf mánuði hefur hækkunin numið 7,2%. Hins vegar var óveruleg minnkun á kaupmætti en hann fór úr 144,5 stigum niður í 144,4 stig milli mánaða að því er Hagstofan greinir frá.

Vísitala kaupmáttar hefur hins vegar hækkað um 5,3% síðustu tólf mánuði, en hún byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs, þannig að kaupmáttur eykst ef laun hækka umfram verðlag og svo öfugt.