Vísitala kaupmáttar launa í október var 126,9 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar hækkað um %. Launavísitalan hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði og hefur hækkað um 7,9 á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands sem birtust nú í morgun.

Hagstofan segir að í vísitölunni gæti áhrifa kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja sem skrifað var undir þann 8. september 2015.

Hagstofan birti einnig tölur um vísitölu byggingarkostnaðar en hún hækkaði um 0,2% milli mánaða, á síðustu 12 mánuðum hefur byggingarvísitala hækkað um 6%. Hækkun milli mánaða má að mestu rekja til hækunar á innfluttu efni.