Launavísitalan frá því í maí hækkaði um 2,3% frá fyrri mánuði og er nú 656,5 stig. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Undanfarna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%.

Kaupmáttur launa í mái hækkaði um 2,4% frá fyrri mánuði og er nú 149,1 stig. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,2%.

Í vísitölunni gætir áhrifa kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Meðal annars er kveðið á um 3,0% almenna launahækkun þann 1. maí 2018 í samningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins og í kjarasamningi SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er kveðið á um 5,0% almenna launahækkun á sama tíma.